Moggi sagði upp hjá Juventus

Luciano Moggi stjórnarformaður Juventus sagði upp störfum í dag.
Luciano Moggi stjórnarformaður Juventus sagði upp störfum í dag. Reuters

Luciano Moggi stjórnarformaður ítalska knattspyrnuliðsins Juventus sagði upp störfum í dag, skömmu eftir að félagið hampaði meistaratitlinum í 29. sinn með því að leggja Reggina að velli, 2:0, í lokaumferðinni. Moggi, sem hefur starfað fyrir Juventus í tólf ár, er einn margra sem liggur undir grun að hafa óhreint mjöl í pokahorninu en fyrir helgina upplýsist að hann hafi stundað að hafa rætt við þann aðila sem velur dómara á leiki Juventus.

mbl.is