Ísland í 90. sæti á FIFA listanum

Eiður Smári Guðjohnsen og Pálmi Rafn Pálmason.
Eiður Smári Guðjohnsen og Pálmi Rafn Pálmason. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 90. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í dag. Ísland hefur hækkað um eitt sæti frá síðasta lista. Af Evrópuþjóðunum er Ísland í 42. sæti og hefur hækkað um eitt sæti.

FIFA listinn, smellið HÉR

 Engar breytingar eru á toppsæti listans en 10 efstu þjóðirnar eru:

1. Brasilía
2. Spánn
3. Portúgal
4. Holland
5. Ítalía
6. Þýskaland
7. Argentína
8. England
9. Frakkland
10.Króatía

mbl.is

Bloggað um fréttina