Skrautleg byrjun Maríu í Svíþjóð

María Björg Ágústsdótti í markinu hjá Val á síðustu leiktíð.
María Björg Ágústsdótti í markinu hjá Val á síðustu leiktíð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir lék aðeins 8 mínútur í sín fyrsta alvöru leik með sænsku bikarmeisturunum Örebro. Liðið mætti í gær sænsku meisturunum í Malmö í leik um nafnbótina Meistarar meistaranna og tapaði 1:2. María var í byrjunarliðinu en meiddist strax á 8. mínútu.

„Ég lenti í samstuði við andstæðing og takkaskór hennar gerði djúpan skurð í hnéð. Ég gat því ekki haldið áfram og var saumuð á staðnum. Takkinn fór í gegnum himnuna að sininni en ekki lengra. Skurðurinn var vel djúpur en sinin slitnaði ekki og læknirinn sagði það vera jákvætt miðað við aðstæður. Ég verð líklega frá í einhverjar vikur. Því miður,“ sagði María þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær og gat ekki neitað því að byrjun hennar hjá nýju félagi væri frekar skrautleg.

Sjá lengra viðtal við Maríu í íþróttablaði Moggans í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert