ÍA rótburstaði lærisveina Guðjóns

Skagamennirnir Reynir Leósson, Páll Gísli Jónsson og Guðjón Heiðar Sveinsson.
Skagamennirnir Reynir Leósson, Páll Gísli Jónsson og Guðjón Heiðar Sveinsson. mbl.is/Golli

Fjórir leikir fara fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Klukkan 19 hefjast leikir BÍ/Bolungarvíkur og ÍA og Hauka og Fjölnis, klukkan 19.30 hefja Þróttur og KA leik og klukkan 20 leiða saman hesta sína ÍR og Grótta. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.

Staðan í leikjunum:

Kl.19.00 Haukar- Fjölnir, 0:0 (Leik lokið)
Kl.19.00 BÍ/Bolungarvík - ÍA 0:6 (Leik lokið)
Kl.19.30 Þróttur - KA, 1:0 (Leik lokið)
Kl.20.00 ÍR - Grótta, 0:0 (Leik lokið)

21:58 ÍR-VÖLLUR. Flautað af á ÍR-velli. Liðin gerðu markalaust jafntefli.

21:28 VALBJARNARVÖLLUR. Flautað til leiksloka hjá Þrótti og KA þar sem Þróttur hafði betur, 1:0.

20:58 ÁSVELLIR. Flautað til leiksloka hjá Haukum og Fjölnir. Úrslitin, 0:0. Sanngjörn úrslit samkvæmt okkar manni á vellinum, Guðmundi Óskari.

20:55 TORFNESVÖLLUR. Flautað til leiksloka. Skagamenn fara illa með Guðjón Þórðarson og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík. Lokatölur urðu, 6:0, og ÍA heldur því toppsætinu í deildinni.

20:52. ÍR-VÖLLUR. Staðan í hálfleik í viðureign ÍR og Gróttu er 0:0. Í-ingar voru sterkari framan og Kristján Finnbogason var vel á verði í tvígang. Seinni hlutann af hálfleiknum voru Gróttumenn sterkari.

20:50 ÁSVELLIR. Fjölnismenn voru nærri því búnir að skora en skot Kristins Freys Sigurðssonar fór í stöngina.

20:46 ÁSVELLIR Daði Lárusson var að verja vel í marki Hauka og staðan í leik Hauka og Fjölnis er enn 0:0.

20:39 TORFNESVÖLLUR MARK!! Hjörtur Júlíus Hjartarson var að koma Skagamönnum í 6:0. Hann fékk sendingu frá bakverði heimamanna og þakkaðo pent fyrir sig og skoraði.

20:30 ÁSVELLIR. Það er enn markalaust á Ásvöllum. Það hefur verið lítið um marktækfæri og baráttan í fyrirrúmi.

20:24 TORFNESVÖLLUR MARK!! Það er ekkert lát á mörkunum á Torfnesvelli. Sem fyrr eru það Skagamenn sem sjá um að skora mörkin og nú var það Stefán Þór Þórðarson sem skoraði með þrumuskoti utan vítateigs á 63. mínútu.

20:15 TORFNESVÖLLUR MARK!! Akurnesingar eru á skotskónum. Þeir eru komnir í 4:0 og nú var það Mark Doninger sem skoraði.

20:11 TORFNESVÖLLUR MARK!! Akurnesingar eru komnir í 3:0. Markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði eftir mikla þvögu í vítateig heimamanna á 49. mínútu leiksins.

20.00 ÍR-VÖLLUR. Flautað er til leiks í viðureign ÍR og Gróttu á ÍR-vellinum.

19:46 VALBJARNARVÖLLUR MARK!! Þróttur var að komast yfir á móti KA eftir 7 mínútna leik. Hjörvar Hermannsson slapp innfyrir vörn Akureyrarliðsins og skoraði.

19:41 TORFNESVÖLLUR. Heimamenn eru að safna spjöldum og á 38. mínútu fékk Loic Ondo að líta gula spjaldið.

19:35 TORFNESVÖLLUR MARK!! Gary Martin var að koma ÍA í 2:0 eftir 32. mínútna leik. Hann skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu frá vítateigsboganum.

19:31 ÁSVELLIR. Staðan er 0:0 hjá Haukum og Fjölni. Það hefur verið jafnræði með liðunum á gervigrasinu að Ásvöllum.

19:30 VALBJARNARVÖLLUR. Flautað er til leiks í viðureign Þróttar og KA.

19:30 TORFNESVÖLLUR Ameobi framherji BÍ/Bolungarvíkur var að næla sér í gult spjald á 26. mínútu leiksins.

19:25 TORFNESVÖLLUR MARK!! Skagamenn eru komnir yfir gegn BÍ/Bolungarvík. Stefán Þór Þórðarson skoraði markið eftir 22 mínútna leik eftir skyndisókn og sendingu frá Gary Martin.

19:20 Við bíðum enn eftir fyrsta markinu í 1. deildinni en tveir leikir hófust klukkan 19. Sá þriðji hefst klukkan 19.30 og fjórði klukkan 20.

19:00 Flautað er til leiks í viðureign BÍ/Bolungarvíkur á á Torfnesvelli á Ísafirði og Hauka og Fjölnis að Ásvöllum í Hafnarfirði.

18:45: ÁSVELLIR Haukar gætu skotist í toppsæti deildarinnar en þeir eru stigi á eftir Skagamönnum. Fjölnismenn vonast til að komast aftur á sigurbraut en þeir hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum.

18:40 TORFNESVÖLLUR Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvík tekur á móti sínum gömlu félögum í ÍA og freistar þess að verða fyrstur til að leggja Skagamenn að velli í deildinni á tímabilinu.

Leikskýrslan í leik ÍR og Gróttu, smellið HÉR

Leikskýrslan í leik Þróttar og KA, smellið HÉR

Leikskýrslan í leik BÍ/Bolungarvík - ÍA, smellið HÉR

Leikskýrslan í viðureign Hauka og Fjölnis, smellið HÉR

mbl.is