Lagerbäck: Veit hvað Alfreð getur og vildi sjá Eið og Grétar

Alfreð Finnbogason kom ekki við sögu gegn Færeyjum í kvöld.
Alfreð Finnbogason kom ekki við sögu gegn Færeyjum í kvöld. mbl.is/Golli

Alfreð Finnbogason sem hefur skorað grimmt að undanförnu fékk ekki tækifæri gegn Færeyingum í 2:0 sigri Íslands í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld en Eiður Smári Gudjohnsen og Grétar Rafn Steinsson, sem hvorugir eru í liði þessa stundina kom inná. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sagði ástæðu fyrir því.

„Við Alfreð höfum talað saman og þekki hann nú vel, hef séð hann í mörgum leikjum í Svíþjóð svo ég veit vel hvað hann getur sem er ástæðan fyrir því að hann kom ekki inná í dag,“  sagði þjálfarinn eftir leikinn.

Hann sagði góða ástæðu fyrir því að Eiður og Grétar Rafn komu inná. „Menn spyrja af hverju ég lét þá spila en þeir komu vel út á æfingum og virðast í góðu standi svo ég vildi sjá hvernig þeir myndu spreyta sig í tuttugu mínútur.  Ef þeir finna sér félag fljótlega vildi ég sjá hvernig þeir stæðu sig í dag. Við vitum að Eiður er mjög góður leikmaður og sýndi nokkra góða takta svo það er mikilvægt að hann finni sér félag“.  

mbl.is