Grétar líka kominn í leikbann

Grétar Rafn Steinsson og Granit Xhaka eigast við í leiknum ...
Grétar Rafn Steinsson og Granit Xhaka eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Grétar Rafn Steinsson er kominn í leikbann í næsta leik Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og spilar ekki gegn Slóveníu 22. mars, rétt eins og Rúrik Gíslason.

Grétar, sem er fyrirliði Íslands í kvöld, fékk gula spjaldið á 64. mínútu í leiknum gegn Sviss sem nú stendur yfir á Laugardalsvellinum. Hann fékk líka spjald í leiknum gegn Albaníu á föstudaginn og er þar með kominn í bann.

mbl.is