Ronaldinho án félags

Ronaldinho er samningslaus.
Ronaldinho er samningslaus. AFP

Fregnir í brasilískum fjölmiðlum í kvöld herma að brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho hafi verið leystur undan samningi hjá Atlético Mineiro. Ronaldinho sem er orðinn 34 ára er því án félags ef marka má tíðindin.

Ronaldinho gerði garðinn frægan með París SG, Barcelona og AC Milan en hélt heim til Brasilíu á ný 2011 og lék fyrst með Flamengo áður en hann samdi við Atlético Mineiro.

mbl.is