Eiður allt í öllu - myndskeið

Eiður Smári með boltann í leiknum í dag.
Eiður Smári með boltann í leiknum í dag. Ljósmynd/moldefk.no

Eiður Smári Guðjohnsen var allt í öllu hjá Molde í 3:3 jafntefli liðsins gegn norska B-deild­arliðinu Mjönda­len.

Eiður átti marga góða spretti í leiknum, lagði upp eitt mark og átti meðal annars skalla þar sem frákastið varð að marki.

Hér má sjá það helsta sem gerðist í leiknum.

Keppni í norsku úr­vals­deild­inni hefst um aðra helgi og tek­ur Molde þá á móti Tröm­sö í 1. um­ferðinni en Aron Sig­urðar­son gekk í raðir Trom­sö á sama degi og Eiður skrifaði und­ir samn­ing við Molde.

mbl.is

Bloggað um fréttina