Pirraðir og vilja sjá Gylfa spila rétta stöðu

Gylfa er fagnað í leiknum gegn Kósóvó í gær.
Gylfa er fagnað í leiknum gegn Kósóvó í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Twitter-síða enska úrvalsdeildarfélagsins Everton óskaði Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni liðsins og íslenska landsliðsins, til hamingju með sætið í lokakeppni HM í gær. Margir stuðningsmenn félagsins svöruðu færslunni frekar kaldhæðnislega og er greinilegt að þeir eru orðnir þreyttir á því að Gylfi spili sem kantmaður hjá liðinu. 

Gylfi hefur oftast spilað mun betur á miðjunni en á kantinum en það virðist ekki stöðva Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton, í að stilla honum upp á vinstri kantinum að undanförnu. Hér að neðan má sjá færslur pirraðra stuðningsmanna Everton. 

mbl.is