Zlatan í sögubækurnar

Zlatan Ibrahimovic hitar upp í Basel í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic hitar upp í Basel í kvöld. AFP

Svíinn Zlatan Ibrahimovic skráði nafn sitt í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar hann lék síðasta stundarfjórðunginn í 1:0 tapi Manchester United gegn Basel.

Zlatan hefur þar með spilað með sjö mismunandi liðum í Meistaradeild Evrópu en þessi lið eru: Ajax, Juventus, Inter, Barcelona, AC Milan, Paris SG og Manchester United.

Zlatan, sem sneri til baka um síðustu helgi eftir að hafa verið frá keppni í sjö mánuði, skaust þar með fram úr Nicolas Anelka og Javier Saviola sem hafa spilað með sex mismunandi liðum í Meistaradeildinni.

mbl.is