Gylfi í draumaliði Norðurlandanna og Heimir þjálfari

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Golli.

Einn Íslendingur er í draumaliði Norðurlandanna sem norska blaðið Verdens Gang hefur valið og þjálfari þess er Heimir Hallgrímsson.

Gylfi Þór Sigurðsson er eini Íslendingurinn sem kemst í draumaliðið en þetta er sjötta árið í röð sem Gylfi er draumaliði Norðurlandanna hjá Verdens Gang. Aron Einar Gunnarsson er á meðal varamanna í úrvalsliðinu.

Gylfi, Aron Einar og Ragnar Sigurðsson voru í draumaliðinu sem var valið fyrir árið 2016.

Í fyrsta sinn er ekkert pláss fyrir Svíann Zlatan Ibrahimovic, leikmann Manchester United, en hann er á meðal varamanna.

Draumaliðið er þannig skipað:

Markvörður:
Kasper Schmeichel (Danmörku)

Varnarmenn:
Mikael Lustig (Svíþjóð)
Andreas Granqvist (Svíþjóð)
Simon Kjær (Danmörku)
Ludwig Augustinsson (Svíþjóð)

Miðjumenn:
Thomas Delaney (Danmörku)
Gylfi Sigurðsson (Íslandi)
Emil Forsberg (Svíþjóð)
Pione Sisto (Danmörku)
Christian Eriksen (Danmörku)

Framherji:
Joshua King (Noregi)

Þjálfari: Heimir Hallgrímsson (Íslandi)
Aðstoðarþjálfari: Janne Andersson (Svíþjóð)

Varamenn: Robin Olsen (Svíþjóð), Andreas Christensen (Danmörku), Riza Durmis (Danmörku), Aron Einar Gunnarsson (Íslandi), Marcus Berg (Svíþjóð), Nicolai Jørgensen (Danmörku), Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert