Eina taplausa liðið í fimm sterkustu deildunum

Liðsmenn Barcelona fagna einu af fjórum mörkum sínum í gærkvöld.
Liðsmenn Barcelona fagna einu af fjórum mörkum sínum í gærkvöld. AFP

Barcelona er nú eina taplausa liðið í fimm sterkustu deildunum í Evrópu eftir að Manchester City tapaði fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Barcelona hafði betur gegn Real Sociedad, 4:2, á útivelli í gærkvöld. Börsungar eru þar með taplausir eftir 19 leiki en þeir hafa unnið 16 og gert 3 jafntefli.

Manchester City hefur tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni, Napoli hefur tapað einum leik í ítölsku A-deildinni, Paris SG hefur tapað einum leik í frönsku 1. deildinni og Bayern München hefur tapað tveimur leikjum í þýsku Bundesligunni.

Barcelona er taplaust í 29 leikjum í röð í deildinni undir stjórn Ernesto Valverde og stefnir á að bæta félagsmetið en liðið lék 39 leiki í röð án ósigurs tímabilið 2015-16 þegar Luis Enrique var við stjórnvölinn hjá Katalóníuliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert