„Þetta er rosalegur skellur“

Alfreð Finnbogason í leik með Augsburg.
Alfreð Finnbogason í leik með Augsburg. Ljósmynd/Augsburg

„Þetta er rosalegur skellur og er mjög leiðinlegt,“ sagði landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason í samtali við mbl.is en hann verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðsla í kálfa.

„Ég stífnaði upp í kálfanum í leiknum gegn Köln um síðustu helgi og við skoðun kom í ljós að ég er tognaður,“ sagði Alfreð, sem gæti orðið frá keppni í allt að sex vikur.

Alfreð er markahæsti leikmaður Augsburg á leiktíðinni en hann hefur skorað 11 mörk og þriðji markahæsti leikmaður Bundesligunnar á eftir Robert Lewandowski, Bayern München, sem hefur skorað 18 mörk og Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði 13 mörk fyrir Dortmund en hann er nú genginn í raðir Arsenal.

Alfreð verður verður vonandi búinn að ná sér að fullu áður en Ísland mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum í mars. Fyrri leikurinn verður gegn Mexíkó 23. mars og leikurinn við Perú verður fjórum dögum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert