Ákvörðun hefur verið tekin um Bale

Garth Bale.
Garth Bale. AFP

Real Madrid hefur ákveðið að selja Walesverjann Gareth Bale í sumar að því heimildir spænska blaðsins Marca herma.

Florentino Perez forseti Madridarliðsins hyggst taka rækilega til í leikmannahópi Spánar- og Evrópumeistaranna í sumar og einn þeirra leikmanna sem hann hyggst losa sig við er Bale.

Bale er á sínu fimmta tímabili með Real Madrid en síðustu tvö árin hefur hann verið sterklega orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst Manchester United.

Bale hefur verið töluvert mikið meiddur þann tíma sem hann hefur spilað með Real Madrid en í 25 skipti hefur hann helst úr lestinni sökum meiðsla og þannig misst af samtals 78 leikjum. Hann hefur byrjað á bekknum í síðustu þremur leikjum liðsins.

mbl.is