Bræðurnir missa báðir af Íslandi

Javier Hernández mætir Íslendingum í San Francisco.
Javier Hernández mætir Íslendingum í San Francisco. AFP

Mexíkóar hafa vegna meiðsla misst þrjá leikmenn út úr leikmannahópi sínum fyrir vináttulandsleikinn í fótbolta gegn Íslandi í San Francisco í Bandaríkjunum aðfaranótt laugardags.

Þeirra á meðal er miðjumaðurinn Jonathan dos Santos, leikmaður LA Galaxy í Bandaríkjunum, sem áður lék með Villarreal og Barcelona. Áður var ljóst að eldri bróðir hans, Giovani dos Santos sem einnig var á sínum tíma hjá Barcelona sem og Tottenham, yrði ekki með vegna meiðsla.

Kantmennirnir Javier Aquino og Jurgen Damm, sem báðir leika með Tigres í heimalandinu, verða ekki heldur með gegn Íslandi en ná hugsanlega leik Mexíkóa við Króata aðfaranótt miðvikudags. Hins vegar hefur varnarmanninum Oswaldo Alanis verið bætt í hópinn.

Þekktustu leikmenn Mexíkó hér á landi eru líklega Javier Hernández, framherji West Ham, og Carlos Vela sem lék með Arsenal en er nú leikmaður Los Angeles. Helmingur leikmannahópsins er á mála hjá evrópskum félagsliðum.

L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla