Arthur genginn í raðir Barcelona

Arthur í leik með Gremio.
Arthur í leik með Gremio. Ljósmynd/Barcelona

Spánarmeistarar Barcelona hafa gengið frá kaupum á brasilíska miðjumanninum Arthur. Hann kemur til Katalóníuliðsins frá brasilíska liðinu Gremio og er kaupverðið 31 milljón evra, jafngildi um 3,9 milljarða íslenskra króna.

Arthur, sem heitir fullu nafni Arthur Henrique Ramos de Oliveira Melo, er 21 árs gamall sem fór á kostum með Gremio þegar liðið vann sigur á Copa Libertadores.

Hann hefur leikið með yngri landsliðum Brasilíu og þess er ekki langt að bíða að hann fái tækifæri með A-landsliðinu. Samningur hans við Börsunga gidlir til sex ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert