Sampaoli hættur hjá Argentínu

Jorge Sampaoli tók við argentínska landsliðinu fyrir rúmu ári.
Jorge Sampaoli tók við argentínska landsliðinu fyrir rúmu ári. AFP

Jorge Sampaoli er hættur þjálfun argentínska karlalandsliðsins í knattspyrnu en liðið olli talsverðum vonbrigðum á HM og féll úr leik gegn heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitum.

Argentínska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að Sampaoli muni ekki þjálfa liðið áfram en hann var talsvert gagnrýndur meðan á HM í Rússlandi stóð.

Argentína gerði jafntefli við Ísland, 1:1, tapaði 3:0 gegn silfurliði Króata og marði 2:1 sigur gegn Nígeríu og skreið þannig inn í 16-liða úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Frökkum 4:3 eftir fjörugan leik.

mbl.is