Barcelona vann fyrsta titilinn

Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, og félagar lyfta bikarnum.
Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, og félagar lyfta bikarnum. AFP

Barcelona er meistari meistaranna í spænska fótboltanum eftir 2:1-sigur á Sevilla í Marokkó í Meistarakeppninni í kvöld og er fyrsti titill vetrarins því Börsunga. Ousmane Dembélé skoraði sigurmarkið á 78. mínútu. 

Pablo Sarabia kom Sevilla yfir strax á níundu mínútu en Gerard Piqué jafnaði á 42. mínútu og reyndust það einu mörk fyrri hálfleiks. Ousmane Dembélé skoraði á 78. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins, þrátt fyrir að Sevilla hafi fengið vítaspyrnu í uppbótartíma. Marc-André ter Stegen varði frá Wissam Ben Yedder og þar við sat. 

mbl.is