Glódís skoraði gegn löndum sínum

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði þriðja mark leiksins.
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði þriðja mark leiksins. mbl.is/Eggert

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í 3:0-sigri Rosengård á Bunkeflo í sænsku efstu deildinni í knattspyrnu í dag.

Glódís var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn en hún skoraði þriðja og síðasta mark dagsins á 88. mínútu. Þær Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir spila með Bunkeflo og spiluðu þær báðar allan leikinn.

Glódís og stöllur hennar í Rosengård eru í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum frá toppliði Piteå. Rakel og Anna Björk eru í fallsæti hins vegar, með 14 stig eftir 13 umferðir.

mbl.is