Messi orðinn sá sigursælasti

Lionel Messi er orðinn sigursælasti leikmaður Barcelona frá upphafi.
Lionel Messi er orðinn sigursælasti leikmaður Barcelona frá upphafi. AFP

Sigur Barcelona í gær á Sevilla í Meistarakeppninni sem fram fór í Marokkó þýðir að Lionel Messi er orðinn sigursælasti leikmaður í sögu Barcelona en þetta var 33. titillinn sem hann hefur unnið með liðinu.

Messi hefur á sínum ótrúlega ferli unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum, orðið heimsmeistari félagsliða þrisvar sinnum, unnið Konungsbikarinn sex sinnum, evrópska Ofurbikarinn þrisvar sinnum og spænsku Meistarakeppnina átta sinnum. 

Messi, sem er 31 árs gamall, á mörg ár eftir á toppnum og það er ekki ólíklegt að þessi tala eigi eftir að hækka áður en ferli hans lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert