Með níu fingur á meistarabikarnum

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fátt getur komið í veg fyrir að lærisveinar Heimis Guðjónssonar í HB vinni færeyska meistaratitilinn í knattspyrnu í ár.

HB náði í gær 13 stiga forskoti á toppi deildarinnar. Liðið hafði betur á móti NSÍ 2:1 en NSÍ er í þriðja sæti deildarinnar. Þá tapaði KÍ, sem er í öðru sæti deildarinnar, fyrir Skála.

Brynjar Hlöðversson lék allan tímann fyrir HB og Grétar Snær Gunnarsson lék síðustu 20 mínúturnar. Eftir 22 leiki er HB á toppnum með 58 stig, KÍ er í öðru sæti með 45 og NSÍ í þriðja sætinu með 42 stig. Fimm umferðir eru eftir af deildinni.

Heimir framlengdi samning sinn við HB á föstudaginn og nú samningsbundinn Þórshafnarliðinu út næstu leiktíð en hann yfirgaf FH eftir tímabilið í fyrra og tók við þjálfun HB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert