Tók Jón Daða þrjár mínútur að skora

Jón Daði Böðvarsson er markahæsti leikmaður Reading á tímabilinu með ...
Jón Daði Böðvarsson er markahæsti leikmaður Reading á tímabilinu með fjögur mörk. Ljósmynd/Reading

Jón Daði Böðvarsson byrjaði á bekknum þegar Reading tók á móti Norwich City í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld en hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og var búinn að jafna metin fyrir Reading í 1:1 þremur mínútum síðar.

Teemu Pukki kom Norwich yfir strax á 14. mínútu og það var svo Mario Vrancic sem skoraði sigurmark leiksins á 73. mínútu og lokatölur því 2:1 fyrir Norwich á Madejski-vellinum í kvöld.

Reading er í miklu basli í B-deildinni en liðið er í 22. sæti deildarinnar, sem er fallsæti, með einungis 5 stig eftir fyrstu átta umferðirnar en Jón Daði er markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni með fjögur mörk.

mbl.is