Rannsaka veðmálasvindl í Meistaradeildinni

Neymar skoraði þrennu í leiknum.
Neymar skoraði þrennu í leiknum. AFP

Frönsk stjórnvöld rannsaka nú mögulegt veðmálasvindl í kringum leik PSG og Rauðu stjörnunnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta fyrr í þessum mánuði. 

Starfsmaður serbneska félagsins lagði fimm milljónir evra undir að liðið myndi tapa með fimm mörkum fyrir franska stórliðinu. Leiknum lauk með 6:1-sigri PSG og þykir veðmálið skiljanlega grunsamlegt. 

Franska félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem það lýsir yfir undrun sinni á málinu, en Rauða stjarnan hefur ekki tjáð sig um málið enn þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert