Reiðikast Pogba í gær vekur athygli

Paul Pogba átti ekki góðan dag í gær.
Paul Pogba átti ekki góðan dag í gær. AFP

Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, var allt annað en sáttur við tæklingu Rúnars Más Sigurjónssonar á Kylian Mbappé í vináttuleik Frakka og Íslendinga ytra í gærkvöldi. 

Pogba brást illur við og þurftu liðsfélagar hans að róa hann niður eftir smá stimpingar á milli leikmanna á hliðarlínunni. Atvikið hefur vakið athygli fjölmiðla og hér að neðan má sjá viðbrögð þeirra. 

Myndir af atvikinu fylgja með fréttunum, en að lokum virtust allir skilja sáttir. 

Daily Mail: Brjálaður Paul Pogba ræðst inn á völlinn af bekknum til að ræða við leikmenn Íslands eftir harða tæklingu á Kylian Mbappé

Daily Star: Paul Pogba brjálaður eftir tæklingu á Kylian Mbappé. Man. Utd stjarnan ræðir við dómarann á vellinum 

Express: Paul Pogba brjálast eftir tæklingu á Kylian Mbappé 

Sky Sports: Halda þurfti aftur á Pogba eftir tæklingu á Mbappé skapar usla hjá Frökkum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert