Rússar öruggir með efsta sætið

Rússar fagna sigrinum í dag.
Rússar fagna sigrinum í dag. AFP

Rússar tryggðu sér í dag sigur í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á Tyrklandi í dag.

Roman Neustädter og Denis Cheryshev skoruðu mörk Rússa í sitt hvorum hálfleiknum, en þeir eru með sjö stig eftir þrjá leiki. Tyrkir koma næstir með þrjú stig og geta því ekki náð efsta sætinu. Svíar eru með eitt stig og eiga eftir að bæta hinum þjóðunum tveimur.

í 4. riðli C-deildar gerðu Rúmenar og Serbar markalaust jafntefli, en Rúmenar misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Serbar náðu ekki að nýta sér það, en þeir eru á toppi riðilsins með átta stig eftir fjóra leiki. Rúmenía hefur sex stig og Svartfjallaland fjögur, en á leik til góða gegn stigalausum Litháum.

Í 3. riðli D-deildar gerðu Færeyjar og Kósóvó 1:1 jafntefli. René Joensen, leikmaður Grindavíkur, tryggði Færeyingum jafntefli. Í hinum leik riðilsins gerðu Aserbaídsjan og Malta sömuleiðis 1:1 jafntefli. Kósóvó er með átta stig á toppi riðilsins, Aserbaídsjan hefur sex, Færeyjar fjögur og Malta tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert