Íslenskur sigur í Ástralíu - myndskeið

Fanndís Friðriksdóttir (9) fagnar sigurmarkinu með liðsfélögum sínum.
Fanndís Friðriksdóttir (9) fagnar sigurmarkinu með liðsfélögum sínum. Ljósmynd/@AUFCWomen

Landsliðskonurnar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir fögnuðu í morgun góðum útisigri með Adelaide United í áströlsku knattspyrnunni en þær sóttu heim lið Brisbane Roar og sigruðu 1:0.

Gunnhildur lék allan leikinn og átti hörkuskot í þverslá strax á annarri mínútu. Fanndísi var skipt af velli tíu mínútum fyrir leikslok.

Adelaide byrjar deildina vel en liðið er með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina og hefur ekki fengið á sig mark.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið og Fanndísi og Gunnhildi taka þátt í að fagna því:

mbl.is