De Gea besti markvörður og Messi ofar Ronaldo

Luka Modric, sem hlaut Gullboltann á mánudag, þykir besti alhliða …
Luka Modric, sem hlaut Gullboltann á mánudag, þykir besti alhliða miðjumaðurinn. AFP

Sérfræðingahópur bandaríska íþróttamiðilsins ESPN hefur valið 100 bestu knattspyrnumenn og þjálfara heims. Samkvæmt hópnum er Pep Guardiola besti þjálfarinn og fjórir leikmenn Real Madrid bestir í sínum stöðum.

ESPN flokkar stöður leikmanna í níu flokka. Hópur sérfræðinga gat svo valið bestu leikmenn í hverja stöðu, og bestu þjálfara, af lista með um það bil 250 nöfnum. Hér að neðan má sjá efstu þrjá í hverjum flokki:

Markverðir:
1. David de Gea, Manchester United og Spáni
2. Jan Oblak, Atlético Madrid og Slóveníu
3. Thibaut Courtois, Real Madrid og Belgíu

Hægri bakverðir:
1. Dani Carvajal, Real Madrid og Spáni
2. Joshua Kimmich, Bayern München og Þýskalandi
3. Kyle Walker, Manchester City og Englandi

Miðverðir:
1. Sergio Ramos, Real Madrid og Spáni
2. Raphael Varane, Real Madrid og Frakklandi
3. Diego Godín, Atlético Madrid og Úrúgvæ

Vinstri bakverðir:
1. Marcelo, Real Madrid og Brasilíu
2. David Alaba, Bayern München og Austurríki
3. Jordi Alba, Barcelona og Spáni

Miðjumenn:
1. Luka Modric, Real Madrid og Króatíu
2. N'Golo Kanté, Chelsea og Frakklandi
3. Toni Kroos, Real Madrid og Þýskalandi

Lionel Messi varð í 5. sæti yfir bestu leikmenn heims …
Lionel Messi varð í 5. sæti yfir bestu leikmenn heims í kjörinu um Gullboltann í vikunni. AFP

Sókndjarfir miðjumenn:
1. Kevin De Bruyne, Manchester City og Belgíu
2. Isco, Real Madrid og Spáni
3. David Silva, Manchester City og Spáni

Kantmenn:
1. Sadio Mané, Liverpool og Senegal
2. Leroy Sané, Manchester City og Þýskalandi
3. Raheem Sterling, Manchester City og Englandi

Sóknarmenn (e. forwards):
1. Lionel Messi, Barcelona og Argentínu
2. Cristiano Ronaldo, Juventus og Portúgal
3. Kylian Mbappé, PSG og Frakklandi

Fremstu sóknarmenn (e. strikers):
1. Harry Kane, Tottenham og Englandi
2. Sergio Agüero, Manchester City og Argentínu
3. Edinson Cavani, PSG og Úrúgvæ

Bestu knattspyrnustjórar:
1. Josep Guardiola, Manchester City
2. Jürgen Klopp, Liverpool
3. Diego Simeone, Atlético Madrid

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.

Pep Guardiola þykir besti knattspyrnustjóri heims og nokkrir lærisveina hans …
Pep Guardiola þykir besti knattspyrnustjóri heims og nokkrir lærisveina hans urðu ofarlega í kjörinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert