Barcelona mikið sterkara í grannaslag

Lionel Messi hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna í ...
Lionel Messi hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna í kvöld. AFP

Barcelona vann afar sannfærandi 4:0-sigur á Espanyol í grannaslag í efstu deild spænska fótboltans í kvöld. Lionel Messi var í stuði hjá Barcelona og skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnum. 

Messi skoraði fyrra mark sitt og fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Ousmane Dembélé bætti við öðru marki á 26. mínútu og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks lagði Dembélé upp mark á Luis Suárez.

Messi skoraði svo annað markið sitt og fjórða og síðasta mark leiksins á 65. mínútu með annarri snotri aukaspyrnu. Með sigrinum fór Barcelona upp í 31 stig og er nú með þriggja stiga forskot á Sevilla í toppsætinu. 

mbl.is