Müller í banni gegn Liverpool eftir karatesparkið

Thomas Müller sparkar í höfð Tagliafico í leiknum.
Thomas Müller sparkar í höfð Tagliafico í leiknum. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn Thomas Müller, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir að gefa andstæðingi karatespark í höfuðið.

Müller gerði það gegn Nicholas Tagliafico, leikmanni Ajax, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í desember og fékk hann rautt spjald fyrir vikið. Þetta var fyrsta rauða spjaldið sem Müller fær á ferlinum.

Müller hefur áfrýjað banninu, en ef það gengur eftir verður hann fjarri góðu gamni þegar Bayern mætir Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikirnir fara fram 19. febrúar á Anfield og sá síðari 13. mars í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert