Galli að reyna að steypa alla í sama mótið

Þessi tilþrif David de Gea þegar hann varði frá Dele …
Þessi tilþrif David de Gea þegar hann varði frá Dele Alli úr dauðafæri í leik Manchester United og Tottenham á Wembley hafa m.a. beint kastljósinu að óvenjulegri tækni spænska markvarðarins. AFP

„Það sem mér finnst galli í markmannsþjálfun almennt, sérstaklega á Íslandi, er að við reynum að steypa alla í sama mótið. Við erum svo mismunandi,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, hinn þrautreyndi markvörður Breiðabliks og fyrrverandi landsliðsmarkvörður, þegar Morgunblaðið bar undir hann þróunina sem á sér stað í tæknilegri getu markvarða í knattspyrnu.

Tilefnið er frammistaða David de Gea, markvarðar Manchester United, sem fyrir skömmu átti ótrúlegan leik í 1:0-sigri gegn Tottenham. Varði de Gea þá alls ellefu skot sem komu á markið, mörg hver úr dauðafærum. De Gea er í þriðja sæti yfir flest skot varin í heildina á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Í 24 leikjum hefur hann varið 84 skot, eða 3,5 að meðaltali í leik. Það er því ekki að undra að það að verja 11 skot í einum leik teljist til tíðinda.

Það sem var einna merkilegast við frammistöðuna var að fjögur þeirra skota varði hann með fótunum. Það er ekki tækni sem er mikið notuð af markvörðum á Englandi, enda hefur enginn markvörður í ensku úrvalsdeildinni varið svo mörg skot með fótunum í einum leik á þessum áratug. Fótavinna er einn af undirstöðuþáttum markvarða, en þá er síður verið að tala um að verja með fótunum. Gunnleifur segir þetta ekki vera hluta af grunnþjálfun markvarða.

Sjá samtal við Gunnleif í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert