Ian Ross er látinn

Ian Ross.
Ian Ross. mbl.is

Skotinn Ian Ross, fyrrverandi þjálfari knattspyrnuliða Vals, KR og Keflavíkur, er látinn, 72 ára gamall.

Ross, sem spilaði meðal annars með Liverpool undir stjórn Bills Shankleys, var leikmaður þar frá 1966 til 1972 og síðar lengst með Aston Villa og Peterborough. Hann þjálfaði Val frá 1984-87 og undir hans stjórn varð Valur í tvígang Íslandsmeistari.

Ross, eða Roscoe eins og hann var jafnan kallaður, þjálfaði KR frá 1988-90 og stýrði hann liði Keflavíkur tímabilið 1994. Hann þjálfaði jafnframt enska liðið Huddersfield og skoska liðið Berwick Rangers, og þá stýrði hann liði Wolves til bráðabirgða í fimm deildaleikjum árið 1982 en hann hafði þá verið í þjálfarateymi félagsins í þrjú ár.

Hörður Hilmarsson, góður vinur Ross sem vann náið með honum, greinir frá þessu á facebooksíðu sinni í kvöld og þá minnist Liverpool hans á heimasíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert