Mourinho kominn með starf (myndskeið)

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, er búinn að fá nýtt starf en hann hefur skrifað undir risasamning við rússnesku sjónvarpsstöðina RT.

Mourinho verður með þætti tengda Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en keppni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst annað kvöld.

Mourinho, sem var rekinn úr starfi hjá Manchester United í desember, hefur áður starfað fyrir RT í Rússlandi en hann gerði það á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra þar sem hann fékk um 270 milljónir króna fyrir fjögurra daga vinnu sem álitsgjafi.

mbl.is