Sérgrein Juventus

Leikmenn Juventus fagna marki.
Leikmenn Juventus fagna marki. AFP

Ítalska meistaraliðið Juventus fær Aaron Ramsey til liðs við sig frá Arsenal án greiðslu í sumar en á undanförnum árum hefur það verið sérgrein hjá Juventus að næla í leikmenn sem eru að renna út á samningi hjá sínum félögum.

Ramsey er 10. leikmaðurinn sem er að falla út af samningi sem Juventus fær til liðs við sig á síðustu tíu árum en þeir eru:

2009: Fabio Cannavaro (frá Real Madrid).

2011: Andrea Pirlo (frá AC Milan).

2011: Luca Toni (frá Genoa).

2012: Paul Pogba (frá Manchester United).

2013: Fernando Llorente (frá Athletic Bilbao).

2014: Kingsley Coman (frá Paris Saint-Germain).

2015: Sami Khedira (frá Real Madrid).

2016: Dani Alves (frá Barcelona).

2018: Emre Can (frá Liverpool).

2019: Aaron Ramsey (frá Arsenal)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert