Barcelona færist nær titlinum

Jordi Alba skoraði sigurmark Barcelona í kvöld.
Jordi Alba skoraði sigurmark Barcelona í kvöld. AFP

Barcelona endurheimti í kvöld níu stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu þegar liðið var sigurorð af Real Sociedad 2:1 á heimavelli sínum, Camp Nou.

Varnarmennirnir Clement Lenglet og Jordi Alba skoruðu mörk Börsunga í kvöld og skoraði Alba sigurmarkið á 64. mínútu eftir sendingu frá argentínska snillingnum Lionel Messi.

Barcelona færist þar með nær titlinum. Liðið er með 77 stig en Atlético Madrid hefur 68 stig í öðru sæti. Bæði lið eiga fimm leiki eftir.

mbl.is