Atlético Madrid í mál við Barcelona?

Það er allt brjálað í herbúðum Atlético Madrid eftir félagaskipti …
Það er allt brjálað í herbúðum Atlético Madrid eftir félagaskipti Antoine Griezmann til Barcelona. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Atlético Madrid íhugar nú að leita réttar síns vegna kaupa Barcelona á Antoine Griezmann, fyrrverandi framherja liðsins, en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Barcelona tilkynnti það í dag að Griezmann væri formlega genginn til liðs við félagið eftir að Börsungar borguðu upp samning Griezmann hjá Atlético sem hljóðaði upp á 120 milljónir evra.

Griezmann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Atlético Madrid, síðasta sumar, en klásúla hans fyrir 1. júlí 2019 var 200 milljónir evra. Eftir 1. júlí lækkaði klásúlan í samningi Griezmann niður í 100 milljónir evra og vilja forráðamenn Atlético Madrid nú meina að Griezmann hafi samþykkt að ganga til liðs við Barcelona fyrir 1. júlí.

Þeir telja þess vegna að þeir eigi rétt á 200 milljónum evra fyrir leikmanninn en ekki 100 milljónir evra eins og Barcelona borgaði. Sky Sports greinir frá því að Atlético Madrid ætli sér að fá þessar 80 milljónir evra frá Barcelona og séu nú að undirbúa málsókn á hendur spænsku meisturunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert