Neymar óskar eftir sölu frá PSG

Brasilíumaðurinn Neymar.
Brasilíumaðurinn Neymar. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór í dag fram á það að verða seldur frá franska stórliðinu PSG þegar hann gekk á fund íþróttastjóra félagsins. Sky greinir frá þessu í kvöld.

Framtíð Neymars hefur verið í mikilli óvissu í sumar og hefur hann verið orðaður burt frá París. Það var lengi talið aðeins vangaveltur en formleg ósk Neymars um að fara hefur nú staðfest það. Forráðamenn PSG eru sagðir hafa reynt að telja Neymar hughvarf án árangurs, en hann hafi þó ekki sagt hvert hann vilji fara.

PSG hefur ekki enn gefið út yfirlýsingu um málið, en Sky segir að líklegast sé að Neymar snúi aftur til Barcelona. Ef það eigi að ganga eftir verður Barcelona þó að láta einhvern eða einhverja leikmenn í skiptum. Þar hefur Philippe Coutinho meðal annars verið nefndur til sögunnar.

PSG keypti hann af Barcelona sum­arið 2017 fyr­ir 222 millj­ón­ir evra. Hann hefur skorað 51 mark í 58 leikjum í öllum keppnum með PSG, en skoraði 105 mörk í 186 leikjum á þeim fjórum árum sem hann var hjá Barcelona.

mbl.is