Annar Spánverji í raðir KA

David Cuerva og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA.
David Cuerva og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA. Ljósmynd/KA

Knattspyrnudeild KA hefur samið við spænska miðjumanninn David Cuerva. Gildir samningurinn út árið. Cuerva er 28 ára miðjumaður, sem að sögn KA, mun veita sóknarlínunni aukinn kraft. 

Cuerva er uppalinn hjá Villarreal, en lék aldrei með aðalliðinu. Hann á yfir 150 leiki í spænsku D-deildinni. Hann lék síðast með Nongbua í taílensku B-deildinni. 

Iosu Villar, landi Cuerva, gekk til liðs við KA á dögunum og lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í 1:1-jafntefli gegn ÍA. Næsti leikur KA er á sunnudaginn er FH kemur í heimsókn til Akureyrar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert