Bony frá Heimi niður í D-deildina

Wilfried Bony hefur fallið niður af stjörnuhimninum.
Wilfried Bony hefur fallið niður af stjörnuhimninum. AFP

Fallið hefur verið hátt hjá framherjanum Wilfried Bony, en hann er nú án félags aðeins fimm árum eftir að Manchester City keypti hann fyrir 28 milljónir punda.

Bony, sem er þrítugur, var síðast samningsbundinn Swansea. Hann var hins vegar lánaður til Al Arabi í Katar fyrri hluta þessa árs þar sem hann spilaði undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Eftir lánsdvölina fékk hann þó ekki nýjan samning hjá Swansea og er nú án félags.

Hann er nú til æfinga hjá Newport sem leikur í ensku D-deildinni, en hann spilaði með Fílabeinsströndinni á Afríkumótinu í sumar og fór þar í átta liða úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert