Arnór fer hvergi og stefnir á næsta leik

Arnór Sigurðsson er ekki á förum frá Rússlandi þrátt fyrir …
Arnór Sigurðsson er ekki á förum frá Rússlandi þrátt fyrir áhuga stórliða. Ljósmynd/CSKA Moskva

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaðurinn ungi í knattspyrnu, mun ekki fara frá CSKA Moskvu í Rússlandi í sumarfélagaskiptaglugganum. Framganga þessa tvítuga leikmanns á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði meðal annars mörk gegn Roma og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu, vakti verðskuldaða athygli og sýndi ítalska félagið Napoli honum meðal annars áhuga, eins og Arnór staðfesti við Morgunblaðið snemma sumars. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hins vegar núna ljóst að Arnór verður áfram hjá CSKA að minnsta kosti fram í janúar.

Arnór hóf leiktíðina í Rússlandi vel og skoraði í sigri á Orenburg í 2. umferð. CSKA vann fyrstu þrjá leiki sína en Arnór meiddist svo í jafntefli við Sochi 11. ágúst. Meiðslin reyndust ekki alvarleg og þó að Arnór hafi misst af grannaslag við Spartak Moskvu á mánudag standa vonir til þess að hann geti leikið næsta leik, við Akhmat Grozny á sunnudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert