Ráðist á stuðningsmenn Liverpool í Napólí

Frá leiknum í Napólí í kvöld.
Frá leiknum í Napólí í kvöld. AFP

Ráðist var á tvo stuðningsmenn Liverpool í Napólí á Ítalíu í kvöld fyrir leik Liverpool og Napólí í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 

Lögreglan í Merseyside á Englandi hefur staðfest að stuðningsmennirnir særðust í árásinni. Að sögn lögreglurnar mættu nokkrir karlmenn á hlaupahjólum á bar í borginni og réðust á stuðningsmennina. 

Mennirnir eru frá Liverpool og eru 26 og 46 ára. Fengu þeir skurði á andliti og voru nokkuð bólgnir bæði á andliti og líkama. Meiðslin voru ekki alvarleg og gátu þeir mætt á leikinn. 

mbl.is