Morata skaut Atlético á toppinn

Álvaro Morata fagnar marki sínu í Madríd í kvöld.
Álvaro Morata fagnar marki sínu í Madríd í kvöld. AFP

Álvaro Morata tryggði Atlético Madríd mikilvægan 1:0-sigur gegn Bayer Leverkusen í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld en tveir leikir byrjuðu klukkan 16:55 í dag.

Morata skoraði sigurmarkið á 78. mínútu fyrir heimamenn sem stökkva upp í toppsæti riðilsins, eru nú með sjö stig eftir þrjá leiki. Juventus getur endurheimt toppsætið með sigri á Lokomotiv frá Rússlandi í kvöld en þýska liðið er komið í ansi erfiða stöðu. Leverkusen er áfram á botni riðilsins og án stiga eftir þrjá leiki.

Þá skildu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb jöfn í Úkraínu, 2:2. Yevhen Konoplyanka kom heimamönnum yfir snemma leiks en mörk frá Dani Olmo og Mislav Orsic, hvort sínu megin við hálfleikinn, komu gestunum frá Króatíu í forystu. Kantmaðurinn Dodo tryggði að lokum Shakhtar jafntefli og eru því bæði lið með fjögur stig í C-riðlinum. City er þar á toppnum með sex stig og mætir Atalanta í kvöld sem er á botninum án stiga eftir tvo leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert