Jasmín með tvær tvennur í fjórum leikjum

Jasmín Erla Ingadóttir lætur finna fyrir sér á Kýpur.
Jasmín Erla Ingadóttir lætur finna fyrir sér á Kýpur. Ljósmynd/Apollon Limassol

Knattspyrnukonan Jasmín Erla Ingadóttir er að gera góða hluti í efstu deild Kýpur í fótbolta. Jasmín var lánuð frá Stjörnunni til Apollon Limassol eftir sumarið og hefur hún skorað fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir nýja liðið. 

Jasmín skoraði tvö mörk strax í fyrsta leik gegn Omonoia í 7:1-sigri. Eftir það vann Apollon 11:0-sigur á Geroskipou og 4:1-sigur á Pyrgos Limassol. Jasmín var svo aftur á ferðinni í dag og skoraði tvö mörk í 9:0-sigri á Lakatamia. 

Apollon hefur unnið alla sjö leiki sína til þessa með markatölunni 59:2 og er liðið í toppsætinu með 21 stig, þremur stigum meira en Pyrgos. 

mbl.is