Wenger ekki næsti stjóri Bayern

Arsene Wenger
Arsene Wenger AFP

Arsene Wenger verður ekki næsti knattspyrnustjóri Þýskalandsmeistara Bayern München að sögn Sky í Þýskalandi.

Hinn sjötugi Wenger kom til greina sem eftirmaður Niko Kovac sem var rekinn á dögunum eftir 1:5-tap fyrir Eintracht Frankfurt. 

Wenger ræddi við Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformann Bayern, en að lokum komust þeir að þeirri niðurstöðu að Frakkinn yrði ekki næsti stjóri liðsins. 

Arsene Wenger hefur ekki stýrt liði eftir að hann yfirgaf Arsenal eftir 21 árs veru hjá Lundúnafélaginu. 

mbl.is