Minnka mætti videógláp í miðjum kappleikjum

Skjáskoðun. Dómarinn Cuneyt Cakir skoðar myndskeið af atviki í leik …
Skjáskoðun. Dómarinn Cuneyt Cakir skoðar myndskeið af atviki í leik sem hann dæmdi í Meistaradeildinni. AFP

Ég skynja að margir sparkunnendur sem ég þekki eru orðnir tæpir á taugum eftir að VAR (video assistant referee) hóf innreið sína í sparkheima sem við hér á eyjunni fylgjumst með í gegnum raftækin okkar.

Ég er nefnilega svo næmur. Ég finn að töluvert er farið að ganga á birgðastöðuna þegar kemur að þolinmæðinni hjá mörgum sem eyða mörgum klukkustundum í mánuði að horfa á knattspyrnuleiki.

Í mörgum íþróttagreinum er farið að nýta tæknina til að aðstoða dómarana við að komast að niðurstöðu og forðast mistök sem mikil áhrif kunna að hafa á úrslitin. Bæði er tæknin notuð í mörgum hópíþróttum en við höfum einnig í langan tíma getað séð nákvæmar sjónvarpsmyndir af því þegar hlauparar hlaupa yfir marklínuna á stórmótum í frjálsum.

Í sparkinu finnst mörgum sem menn fari offari þegar kemur að myndbandsnotkuninni. Eftir að VAR kom til sögunnar séu menn eins og beljur að vori og yfirvegunin í notkuninni megi vera meiri. Framsal valds frá dómurunum og inn í vídeóherbergi er þá einnig orðið nokkuð mikið.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert