Íslands bíður dauðariðill á EM

Ísland og Frakkland mættust á Laugardalsvelli í síðasta mánuði í …
Ísland og Frakkland mættust á Laugardalsvelli í síðasta mánuði í undankeppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland verður í sankölluðum dauðariðli á EM karla í fótbotla á næsta ári, komist liðið þangað með sigri í umspili í mars. Ísland mætir heimsmeisturum Frakka, Þjóðverjum og Portúgölum, ríkjandi Evrópumeisturum, í F-riðli sem spilaður er í München og Budapest. 

Komist Ísland í lokakeppnina mætir liðið Portúgal í fyrsta leik í Budapest 16. júní, en Ísland mætti einmitt Portúgal í fyrsta leik á EM í Frakklandi 2016. Annar leikurinn yrði við Frakka þann 20. júní, einnig í Budapest, og sá þriðji gegn Þjóðverjum í München þann 24. júní. 

Upphafsleikur keppninnar er viðureign Tyrklands og Ítalíu í Róm þann 12. júní. England og Króatía eru m.a saman í riðli sem og Spánn og Svíþjóð. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í London þann 12. júlí. 

Ísland mætir Rúmeníu á heimavelli þann 26. mars á næsta ári í undanúrslitum umspilsins og annað hvort Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli í úrslitum fimm dögum síðar. 

Riðlakeppni EM 2020: 

A-riðill - Leikið í Róm og Bakú
Ítalía, Sviss, Tyrkland, Wales

B-riðill - Leikið í Sanktí Pétursborg og Kaupmannahöfn
Belgía, Rússland, Danmörk, Finnland

C-riðill - Leikið í Amsterdam og Búkarest 
Úkraína, Holland, Austurríki, Georgía/Hvíta-Rússland, Norður-Makedónía/Kósóvó/Rúmenía

D-riðill - Leikið í London og Glasgow
England, Króatía, Tékkland, Skotland/Ísrael/Noregur/Serbía

E-riðill - Leikið í Bilbao og Dublin 
Spánn, Pólland, Svíþjóð, Bosnía/Norður-Írland/Slóvakía/Írland

F-riðill - Leikið í München og Budapest
Þýskaland, Frakkland, Portúgal, Ísland/Rúmenía/Búlgaría/Ungverjaland

EM drátturinn opna loka
kl. 17:59 Leik lokið Takk kærlega fyrir samfylgdina í dag. Þvílíkur riðill sem bíður Íslands, komist liðið í gegnum umspilið í mars.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert