Young kominn til Ítalíu

Ashley Young er kominn til Inter Mílanó á Ítalíu.
Ashley Young er kominn til Inter Mílanó á Ítalíu. AFP

Ashley Young er genginn til liðs við ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó en það eru ítalskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í kvöld. Young skrifar undir samning sem gildir út tímabilið með möguleika á árs framlengingu til viðbótar.

Kauðverðið er 1,3 milljónir punda en Inter gæti þurft að borga meira fyrir leikmanninn, fari svo að félagið verði ítalskur meistari í vor. Young gekk til liðs við Manchester United frá Aston Villa árið 2011 fyrir 20 milljónir punda.

Young á að baki 261 leik fyr­ir United þar sem hann hefur skorað 19 mörk og lagt upp önn­ur 43. Bakvörðurinn verður 35 ára gamall í júlí í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert