Hellti sér yfir eigin stuðningsmenn (myndskeið)

Vincent Kompany var ekki ánægður með eigin stuðningsmenn.
Vincent Kompany var ekki ánægður með eigin stuðningsmenn. AFP

Vincent Kompany, spilandi knattspyrnustjóri Anderlecht í Belgíu, var allt annað en sáttur við stuðningsmann félagsins sem kastaði blysi í áttina að Simon Mignolet, markverði Club Brugge. 

Atvikið átti sér stað er Anderlecht og Club Brugge mættust í belgísku A-deildinni. Kompany lék í áraraðir með Manchester City og var fyrirliði liðsins á meðan Simon Mignolet var leikmaður Liverpool. 

Kompany var snöggur á vettvang að skamma eigin stuðningsmenn á meðan hann hugði að Mignolet, sem varð ekki meint af. Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is