Gamla kempan útskrifuð af spítala

Rustu Recber lék með Besiktas áður en hanskarnir fóru á …
Rustu Recber lék með Besiktas áður en hanskarnir fóru á hilluna. AFP

Rustu Rec­ber, fyrr­ver­andi landsliðsmarkvörður Tyrk­lands í knattspyrnu, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Recber greindist með kórónuveiruna á dögunum og var lagður inn á gjörgæslu og var líðan hans ekki góð.

Recber hefur hins vegar náð hröðum og góðum bata og fékk hann loksins leyfi til að halda heim eftir ellefu daga á spítala vegna veikindanna. 

Rec­ber er leikja­hæsti leikmaður Tyrk­lands frá upp­hafi en hann spilaði 120 leiki fyr­ir þjóð sína og var aðal­markvörður þegar liðið hafnaði í 3. sæti á HM 2002.

Hann spilaði í meira en ára­tug með Fener­bache í heima­land­inu en stoppaði einnig stutt við hjá stórliði Barcelona áður en hann lagði hansk­ana á hill­una árið 2012 eft­ir nokk­urra ára dvöl hjá Besiktas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert