Aldarfjórðungur frá síðasta sigri Ajax

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP

Aldarfjórðungur er liðinn frá því hollenska knattspyrnustórveldið Ajax frá Amsterdam sigraði síðast í Meistaradeildinni. 

Á þessum degi árið 1995 vann liðið AC Mílanó 1:0 í úrslitaleik í Vínarborg með marki frá Patrick Kluivert á 85. mínútu. 

Sigurliðið vakti sérstaklega athygli þar sem Ajax hafði alið upp marga snjalla leikmenn sem áttu eftir að spila fyrir önnur stórveldi árin á eftir. Hollendingarnir Edwin van der Sar, Frank De Boer, Clarence Seedorf, Edgar Davids, Ronald De Boer, Marc Overmars og Kluivert áttu allir eftir að fá stór hlutverk hjá öðrum stórliðum. 

Eldri leikmenn eins og Frank Riikjard og Danny Blind studdu vel við þá yngri og erlendu leikmennirnir voru ekki slæmir: Jari Litmanen, Finidi George og Kanu. 

Liðinu stýrði Louis van Gaal. 

Ajax hefur fjórum sinnum unnið Evrópukeppni meistaraliða/Meistaradeildina en hefur ekki unnið síðan 1995. Árið eftir fór liðið aftur í úrslit en tapaði þá fyrir Juventus. Í fyrra var Ajax nokkrum sekúndum frá því að komast í úrslitaleikinn en liðið var slegið út af Tottenham. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert