Íslendingurinn danskur meistari

Mikael Anderson er danskur meistari.
Mikael Anderson er danskur meistari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Midtjylland varð í dag danskur meistari í fótbolta í þriðja skipti og í annað skipti á  þremur árum. Gulltryggði liðið meistaratitilinn með 3:1-sigri á FC Kaupmannahöfn á heimavelli í dag. 

Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og lék fyrstu 81. mínútuna. Þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir er Midtjylland með 78 stig, sautján stigum meira en FC Kaupmannahöfn. 

Mikael hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Midtjylland á leiktíðinni og leikið 28 leiki og skorað í þeim fjögur mörk. 

Þrátt fyrir að liðið hafi tryggt sér titilinn á heimavelli, hefur grunnurinn verið lagður á útivelli þar sem liðið hefur unnið 15 af 16 leikjum sínum og enn ekki tapað. 

Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar en fór meiddur af velli á 27. mínútu í stöðunni 1:0 fyrir Kaupmannahöfn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert